Vill gefa forsetaframbjóðendum frið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. júní 2012 19:15 Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira