Innlent

Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabba­mein

BBI skrifar
Fyrir utan HÍ í dag. Andemariam T. Beyene er fyrir miðri mynd. Lengst til vinstri er konan hans. Bruk og Nahom synir hans eru 1 árs og 4 ára.
Fyrir utan HÍ í dag. Andemariam T. Beyene er fyrir miðri mynd. Lengst til vinstri er konan hans. Bruk og Nahom synir hans eru 1 árs og 4 ára.

Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð.

Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli. Í dag var haldið upp á áfangann með tveimur málþingum í Hátíðarsal HÍ. Þar tók barkaþeginn Andemariam T. Beyene m.a. þátt í pallborðsumræðum auk þess sem læknar og sérfræðingar fjölluðu um stoðfrumur og lærdóm sem draga má af aðgerðinni fyrir ári.

Í dag var í raun verið að halda upp á að ár er síðan tókst að bjarga lífi Beyene. Hann er enn búsettur á Íslandi enda í eftirliti eftir rannsóknina. Hann lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá HÍ fyrr á þessu ári og starfar nú fyrir Íslenskar orkurannsónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×