Fótbolti

Barcelona spilar æfingaleik í Afríku í sumar

Undirbúningur Barcelona fyrir næsta tímabil verður ekki alveg heðfbundinn því félagið ætlar að spila leik í Marokkó í sumar.

Það hefur myndast hefð fyrir því hjá stóru liðunum að fara til Asíu og Bandaríkjanna til þess að auka vinsældir sínar á stórum mörkuðum en þetta Afríkuævintýri Barcelona er nýtt af nálinni.

Leikurinn fer fram þann 28. júlí og verður gegn úrvalsliði sem er valið af heimamanninum Rachid Taoussi.

"Við eigum meira en 50 þúsund stuðningsmenn í Marokkó. Þar eru fjórir stuðningsmannaklúbbar og þúsundir frá landinu fylgjast með okkur á Facebook," sagði varaforseti Barcelona, Jordi Cardoner.

Barcelona er þó ekki bara að gera þetta af góðseminni einni saman því hermt er að félagið fái greitt eina milljón evra fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×