Innlent

Herdís: Stefnir í hatramma og pólitíska kosningabaráttu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir að það stefni í hatramma og pólitíska kosningabaráttu þar sem tekist verði á um ýmis grundvallar mál eins og afstöðunnar til ESB og kvótamálsins.

Herdís var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

„Ég er ekki að íhuga að draga mig til baka," segir Herdís. „Alls ekki. Ég vek athygli á því að þó að þessar skoðanakannanir leiði í ljós að það sé mikið fylgi með einhverjum þá er stór hópur sem er óákveðinn. Það eru fimm vikur til kosninga og það stefnir í hatramma og pólitíska kosningabaráttu. Það getur margt gerst á þessum tíma."

Herdís segir að miðað við þann tón sem nú þegar hafi verið sleginn í kosningabaráttu sumra frambjóðenda megi búast því að tekist verði á um ýmis grundvallar mál eins afstöðunnar til ESB og kvótamálsins.

En eiga þessir hlutir heima í umræðunni um hver á að gegna embætti forseta Íslands?

„Hugsanlega getur það haft áhrif miðað við virkjun málskotsréttarins hver er forseti og hvernig hann beitir þeim rétti ef sú staða kemur upp," segir Herdís. „Þá gæti afstaða hans hugsanlega skipt máli en vonandi mun forseti ekki beita þeim rétti nema af ábyrgð og af virðingu við þingræðið og af hófsemd og góðri dómgreind."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×