Innlent

Forsetaframbjóðendur kynna sig í Borgarbókasafninu - nema Ólafur Ragnar

Borgarbókasafn efnir til vikulegra kynningarfunda um forsetaembættið og frambjóðendur til embættisins. Fundirnir verða á miðvikudögum kl. 17.15-18.15 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Þeir eru ætlaðir almenningi og öllum opnir.

Í tilkynningu frá bókasafninu segir að á fyrsta fundinum mun Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, fjalla almennt um forsetaembættið og á tveimur síðari fundunum fá frambjóðendur tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur.

Dagskráin er eftirfarandi:

Miðvikudagur 23. maí kl. 17.15-18.15

Svanur Kristjánsson fjallar um forsetaembættið.

Miðvikudagur 30. maí kl. 17.15-18.15

Frambjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason og Þóra Arnórsdóttir.

Miðvikudagur 6. júní kl. 17.15-18.15

Frambjóðendurnir Andrea J. Ólafsdóttir, Ástþór Magnússon og Herdís Þorgeirsdóttir.

Ólafur Ragnar Grímsson mun ekki mæta þar sem hann var búinn að bóka sig annars staðar á þessum tíma að því er greint er frá í tilkynningu frá Borgarbókasafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×