"Ég verð forseti fólksins" 27. maí 2012 11:00 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi. mynd/andreaolafs.is „Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira