Innlent

Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er byrjaður í kosningabaráttu.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er byrjaður í kosningabaráttu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald.

Ólafur Ragnar minntist á það í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi í dag að kosningarnar sem eru framundan væru þriðju kosningarnar þar sem hann þarf að mæta mótframbjóðendum. „Ég fagna þessum frambjóðendum og þessari umræðu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson og tók fram að kosningarnar væru ekki bara kosningar um skrautfígúru á Bessastöðum.

Viðtalið á Bylgjunni í dag markar upphafið að kosningabaráttu hans. Hann mun opna kosningaskrifstofu og vefsíðu í dag og og mun jafnframt vera á Facebook. Hann mun svo halda af stað í ferð um landið á morgun. Fyrsti viðkomustaðurinn er Grindavík, en Ólafur minntist á að það væri fyrsti staðurinn sem Dorrit hefði komið á þegar hún kom til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×