Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2012 15:04 Svavar Vignisson. Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50