Sport

Ingi Rúnar og María Rún fengu gull í Gautaborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / frjalsar.is
Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki og María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni unnu til gullverðlauna á sænska meistaramótinu í fjölþrautum innanhúss sem fram fór í Gautaborg um helgina. Þá vann Sveinbjörg Zophoníasdóttir til silfurverðlauna.

Fimm Íslendingar kepptu á mótinu í Gautaborg. Auk Inga Rúnars, Maríu Rúnar og Sveinbjargar hafnaði Sölvi Guðmundsson úr Breiðabliki í 8. sæti í sjöþraut karla og bætti sinn besta árangur. Þá keppti Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki í flokki 17 ára og yngri en lauk ekki keppni vegna meiðsla.

Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki sigraði í flokki 19 ára og yngri í sjöþraut og setti um leið Íslandsmet í aldursflokknum. María Rún sigraði í flokki 18-19 ára í fimmtarþraut og bætti sinn persónulega árangur. Sveinbjörg hlaut silfurverðlaun í flokki kvenna 20-22 ára.

Árangur Inga Rúnars:

5369 stig. Íslandsmet 19 ára og yngri.

60 metra hlaup: 7,17 sekúndur

Langstökk: 6,27 metrar

Kúluvarp: 15,53 metrar

Hástökk: 1,85 metrar

60 metra grindahlaup: 8,46 sekúndur

Stangarstökk: 4,54 metrar

1000 metra hlaup: 2:49.89 mínútur

Árangur Maríu Rúnar:

3747 stig. Besti árangur Maríu Rúnar.

60 metra grindahlaup: 8,92 sek

Hástökk: 1,58 metrar

Kúluvarp: 11,10 metrar

Langstökk: 5,62 metrar

800 metra hlaup: 2:23.96 mín



Árangur Sveinbjargar:

4063 stig

60 metra grindahlaup: 8,95 sek

Hástökk: 1,70 metrar

Kúluvarp: 13,24 metrar

Langstökk: 5,98 metrar

800 metra hlaup: 2:29.28 mín

Árangur Sölva:

4695 stig. Besti árangur Sölva.

60 metra hlaup: 7,38 sekúndur

Langstökk: 6,36 metrar

Kúluvarp: 10,66 metrar

Hástökk: 1,91 metrar

60 metra grindahlaup: 9,01 sekúndur

Stangarstökk: 3,64 metrar

1000 metra hlaup: 2:42.32 mínútur

Nánar er fjallað um árangur Íslendinganna á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Sjá hér.

Fyrr í dag var ranglega sagt frá því að Sveinbjörg hefði hafnað í 3. sæti í keppninni. Beðist er velvirðingar á mistökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×