Innlent

Skýrslutökum lokið í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skýrslutökum er lokið í dag.
Skýrslutökum er lokið í dag. mynd/ gva.
Skýrslutökum er lokið í dag í máli saksóknara Alþingis gegn Geir Haarde. Sex vitni komu fyrir dóminn og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fyrst þeirra.

Dagurinn á morgun hefst á því að Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, ber vitni. Þá mun Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar á verðbréfasviði Landsbankans, bera vitni. Því næst Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og loks Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Að lokum er gert ráð fyrir að skýrsla verði tekin af Geir Haarde sjálfum.

Gert er ráð fyrir að skýrslutökum ljúki á morgun en á fimmtudag og föstudag fer fram málflutningur verjanda og saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×