Innlent

Tryggvi vísar orðum Ingibjargar Sólrúnar á bug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýndi Seðlabankann í gær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýndi Seðlabankann í gær. mynd/ GVA
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, hafnar því alfarið að Seðlabankinn hafi haldið frá minnisblöðum í aðdraganda bankahrunsins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýndi Seðlabanka Íslands harðlega í vitnisburði sínum í gær fyrir að láta vinna skjal um viðbrögð við fjármálaáfalli og annað um aðkallandi ákvarðanatöku stjórnvalda, en sitja svo á þeim skjölum í aðdraganda hrunsins.

Í vitnisburði sínum í dag benti Tryggvi, sem var ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika, á að ráðuneytisstjórar úr þremur ráðuneytum hefðu átt sæti í samráðshópnum. „Og maður spyr – hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til þess að koma gögnum áleiðis? Þetta var kynnt í hópi með þremur ráðuneytisstjórum," sagði Tryggvi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×