Innlent

Flestir vilja Þóru Arnórs á Bessastaði

Þóra Arnórsdóttir sér meðal annars um þáttinn Útsvar ásamt Sigmari Guðmundssyni.
Þóra Arnórsdóttir sér meðal annars um þáttinn Útsvar ásamt Sigmari Guðmundssyni.
Flestir notendur á Facebook-síðunni „Betri valkost á Bessastaði" vilja að Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpskona á Ríkisútvarpinu, verði næsti forseti Íslands.

Á síðunni er í gangi könnun þar sem notendur geta skrifað nöfn á einstaklingum sem þeir vilja að bjóði sig fram til embættisins. Yfir 1200 atkvæði hafa verið greidd og vilja flestir að Þóra verði næsti forseti en hún er með 178 atkvæði. Á eftir henni er Stefán Jón Hafstein með 139 atkvæði.

Önnur nöfn sem notendur síðunnar hafa nefnt eru til dæmis Elín Hirst, Ragna Árnadóttir, Páll Skúlason, Salvör Nordal og Andri Snær Magnason.

Hægt er að skoða síðuna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×