Fótbolti

Zaccheroni valdi ellefu leikmenn sem spila í Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Byrjunarlið Japana gegn Íslandi.
Byrjunarlið Japana gegn Íslandi. Nordic Photos / Getty Images
Alberto Zaccheroni, landsliðsþjálfari Japan, valdi ellefu leikmenn frá evrópskum félögum í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Úsbekistan í næstu viku. Japan lagði Ísland af velli í vináttulandsleik í gær 3-1.

Japanir tefldu aðeins fram leikmönnum sem spila í heimalandinu í gær. Liðið var því vængbrotið líkt og það íslenska sem tefldi aðeins fram leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum og á Íslandi.

Meðal leikmanna sem bætast í landsliðshóp Japana eru Ryo Miyaichi leikmaður Bolton, Shini Okazaki framherji Stuttgart og Yuzo Nagatomo bakvörður Inter.

Japanir höfðu töluverða yfirburði í leiknum í gær eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi og má lesa um að neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×