Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 21:36 Leikmenn Lazio fagna markaskoraranum Miroslav Klose. Nordic Photos / Getty Images Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. Inter tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá 1-0 gegn Napólí á útivelli. Ezequiel lavezzi, sem skoraði tvívegis í sigri Napólí á Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni, skoraði eina markið í síðari hálfleik. Heimamenn léku manni færri síðast korterið en það kom ekki að sök. Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Claudio Ranieri og hans mönnum hjá Inter. Ítalski stjórinn sneri slæmu gengi liðsins á upphafsmánuðum tímabilsins við en nú virðist liðinu fyrirmunað að ná góðum úrslitum. Miroslav Klose var enn einu sinni hetja Lazio sem sigraði Fiorentina í Róm 1-0. Klose skoraði markið seint í fyrri hálfleik en þýski landsliðsmaðurinn er kominn með tólf mörk í deildinni á leiktíðinni. Markahæsti maður deildarinnar, Antonio Di Natele, skoraði fyrsta mark Udinese úr vítaspyrnu í 3-1 útisigri á Bologna. Di Natale hefur skorað 17 mörk í deildinni. Argentínumaðurinn Denis skoraði þrennu þegar Atalanta sigraði Roma 4-1. Hinn 31 árs ára Denis er í láni hjá Atalanta frá Udinese og hefur reynst liðinu vel á leiktíðinni. Lecce vann dýrmætan útisigur á Cagliari 2-1 en liðið á í harðri baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Athygli vakti að sex rauð spjöld fóru á loft í leikjunum átta sem fram fóru í dag og í kvöld.Úrslit kvöldsins Atalanta 4-1 AS Roma Cagliari 1-2 Lecce Catania 3-1 Novara Chievo 1-0 Cesena Siena 4-1 Palermo Bologna 1-3 Udinese Lazio 1-0 Fiorentina Napólí 1-0 Inter Staðan í ítölsku deildinni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25. febrúar 2012 17:23