Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts 14. janúar 2012 18:12 Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. Deildarstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gagnrýndi stofnunina í fréttatíma RÚV í gær þar sem fram kom að stofnunin gerð ekki athugasemdir við dreifingu á takmörkuðum birgðum af þessu salti hjá Ölgerðinni eftir að í ljós kom hvernig í pottinn væri búið í nóvember síðastliðnum. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, funduðu um málið í gær, og var niðurstaðan sú að upplýsa um málið, og birtist frétt samdægurs á vef stofnunarinnar um málið. Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér segir: „Stofnunin harmar hins vegar að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skuli í framhaldi af þessu koma með harða gagnrýni á störf Matvælastofnunar í fjölmiðlum og þá sérstaklega í ljósi þess að eftirlitið hefur enga athugasemd gert við sölu vörunnar til margra ára, frá dreifingarfyrirtæki undir þeirra eftirliti og til notkunar í matvælafyrirtækjum, sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits eða Matvælastofnunar, fyrr en stofnuni tók málið upp og gerði kröfur um úrbætur." Matvælastofnun segist taka gagnrýni, um að leyfa Ölgerðinni að dreifa umframbirgðum af saltinu eftir að upp um málið komst, alvarlega, „en ákvörðun hennar var tekin í ljósi þess að ekki væri um varasama vöru að ræða og eingöngu með því skilyrði að matvælafyrirtæki sem keyptu vöruna væru upplýst og gerðu ekki athugasemd," segir svo í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að Ölgerðin heyrir undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en ekki Matvælastofnunar. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Eftirlitsmenn Matvælastofnunar komust að því við eftirlit í matvælafyrirtæki að þar væri til notkunar salt sem ekki er framleitt sérstaklega til notkunar í matvælaiðnaði. Fyrirtækið hafði keypt þetta salt af dreifingaraðila sem er undir eftirliti Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viðbrögð Matvælastofnunar voru þau að kanna strax um hvaða salt væri að ræða og hvort efnasamsetning þess væri þess eðlis að hætta stafaði af fyrir neytendur. Svo reyndist ekki vera, en að mati stofnunarinnar er ekki ásættanlegt að nota annað salt við matvælaframleiðslu en það sem sérstaklega er framleitt til þeirrar notkunar. Slíkt salt uppfyllir ströngustu skilyrði um hreinleika og alla meðferð. Matvælafyrirtæki eiga að tryggja góða framleiðsluhætti og öryggi vöru fyrir neytendur og notkun á salti, hráefnum, aukefnum og öðrum efnum á því að vera í samræmi við skilyrði matvælalöggjafar. Þetta eru atriði sem taka þarf á í innra eftirliti fyrirtækja og opinberir eftirlitsaðilar þurfa að fylgjast með.Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert athugasemd við dreifingu á takmörkuðum birgðum af þessu salti hjá dreifingaraðila vörunnar. Matvælastofnun tekur þessa gagnrýni alvarlega, en ákvörðun hennar var tekin í ljósi þess að ekki væri um varasama vöru að ræða og eingöngu með því skilyrði að matvælafyrirtæki sem keyptu vöruna væru upplýst og gerðu ekki athugasemd. Salt þetta hefur verið í dreifingu í mörg ár án athugasemda af hálfu eftirlitsaðila. Því tilkynnti Matvælastofnun málið til heilbrigðiseftirlits um allt land og hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðan fylgt málinu eftir þar sem dreifingaraðilinn hefur starfsleyfi og er undir daglegu eftirliti þess.Því verður að halda til haga að mál þetta kom upp vegna árvekni eftirlitsmanna Matvælastofnunar og þeirra viðbragða sem stofnunin sýndi í beinu framhaldi af athugun á framleiðslu og samsetningu vörunnar. Hefði stofnunin ekki gripið til þeirra aðgerða má leiða líkur að því að salt þetta væri enn til dreifingar og þar með notkunar í matvælaiðnaði. Svo er ekki lengur og var aðeins takmörkuðu magni birgða dreift til fyrirtækja eftir að málið kom upp og ekki ólíklegt að það hafi verið vegna upplýsinga sem dreifingaraðili var skyldaður til að veita matvælafyrirtækjum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur heimilar ekki frekari sölu vörunnar og hefur jafnframt tryggt að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði sem sett voru um upplýsingaskyldu gagnvart matvælafyrirtækjum.Matvælastofnun lagði einnig til við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að hlutast yrði til um að Ölgerðin, sem flutti inn saltið og dreifði til matvælafyrirtækja, kæmi með almennar upplýsingar um málið þannig að það yrði gert opinbert. Þessu hafnaði fyrirtækið. Í framhaldi af því birti Matvælastofnun frétt á vefsíðu sinni þar sem koma fram nánari upplýsingar um það salt sem hér var í notkun. Stofnunin harmar hins vegar að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skuli í framhaldi af þessu koma með harða gagnrýni á störf Matvælastofnunar í fjölmiðlum og þá sérstaklega í ljósi þess að engin athugasemd hefur verið gerð við sölu vörunnar til margra ára frá dreifingarfyrirtæki sem er undir þeirra eftirliti, fyrr en Matvælastofnun tók málið upp.Matvælastofnun telur að mál þetta gefi tilefni til að skipuleggja sameiginlegt eftirlitsverkefni þar sem stofnunin og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga kanna efnanotkun matvælafyrirtækja og aðra þætti innra eftirlits sem þeim ber að starfrækja til að tryggja örugg matvæli fyrir neytendur. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. Deildarstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gagnrýndi stofnunina í fréttatíma RÚV í gær þar sem fram kom að stofnunin gerð ekki athugasemdir við dreifingu á takmörkuðum birgðum af þessu salti hjá Ölgerðinni eftir að í ljós kom hvernig í pottinn væri búið í nóvember síðastliðnum. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, funduðu um málið í gær, og var niðurstaðan sú að upplýsa um málið, og birtist frétt samdægurs á vef stofnunarinnar um málið. Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér segir: „Stofnunin harmar hins vegar að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skuli í framhaldi af þessu koma með harða gagnrýni á störf Matvælastofnunar í fjölmiðlum og þá sérstaklega í ljósi þess að eftirlitið hefur enga athugasemd gert við sölu vörunnar til margra ára, frá dreifingarfyrirtæki undir þeirra eftirliti og til notkunar í matvælafyrirtækjum, sem eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits eða Matvælastofnunar, fyrr en stofnuni tók málið upp og gerði kröfur um úrbætur." Matvælastofnun segist taka gagnrýni, um að leyfa Ölgerðinni að dreifa umframbirgðum af saltinu eftir að upp um málið komst, alvarlega, „en ákvörðun hennar var tekin í ljósi þess að ekki væri um varasama vöru að ræða og eingöngu með því skilyrði að matvælafyrirtæki sem keyptu vöruna væru upplýst og gerðu ekki athugasemd," segir svo í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að Ölgerðin heyrir undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en ekki Matvælastofnunar. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Eftirlitsmenn Matvælastofnunar komust að því við eftirlit í matvælafyrirtæki að þar væri til notkunar salt sem ekki er framleitt sérstaklega til notkunar í matvælaiðnaði. Fyrirtækið hafði keypt þetta salt af dreifingaraðila sem er undir eftirliti Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viðbrögð Matvælastofnunar voru þau að kanna strax um hvaða salt væri að ræða og hvort efnasamsetning þess væri þess eðlis að hætta stafaði af fyrir neytendur. Svo reyndist ekki vera, en að mati stofnunarinnar er ekki ásættanlegt að nota annað salt við matvælaframleiðslu en það sem sérstaklega er framleitt til þeirrar notkunar. Slíkt salt uppfyllir ströngustu skilyrði um hreinleika og alla meðferð. Matvælafyrirtæki eiga að tryggja góða framleiðsluhætti og öryggi vöru fyrir neytendur og notkun á salti, hráefnum, aukefnum og öðrum efnum á því að vera í samræmi við skilyrði matvælalöggjafar. Þetta eru atriði sem taka þarf á í innra eftirliti fyrirtækja og opinberir eftirlitsaðilar þurfa að fylgjast með.Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert athugasemd við dreifingu á takmörkuðum birgðum af þessu salti hjá dreifingaraðila vörunnar. Matvælastofnun tekur þessa gagnrýni alvarlega, en ákvörðun hennar var tekin í ljósi þess að ekki væri um varasama vöru að ræða og eingöngu með því skilyrði að matvælafyrirtæki sem keyptu vöruna væru upplýst og gerðu ekki athugasemd. Salt þetta hefur verið í dreifingu í mörg ár án athugasemda af hálfu eftirlitsaðila. Því tilkynnti Matvælastofnun málið til heilbrigðiseftirlits um allt land og hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðan fylgt málinu eftir þar sem dreifingaraðilinn hefur starfsleyfi og er undir daglegu eftirliti þess.Því verður að halda til haga að mál þetta kom upp vegna árvekni eftirlitsmanna Matvælastofnunar og þeirra viðbragða sem stofnunin sýndi í beinu framhaldi af athugun á framleiðslu og samsetningu vörunnar. Hefði stofnunin ekki gripið til þeirra aðgerða má leiða líkur að því að salt þetta væri enn til dreifingar og þar með notkunar í matvælaiðnaði. Svo er ekki lengur og var aðeins takmörkuðu magni birgða dreift til fyrirtækja eftir að málið kom upp og ekki ólíklegt að það hafi verið vegna upplýsinga sem dreifingaraðili var skyldaður til að veita matvælafyrirtækjum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur heimilar ekki frekari sölu vörunnar og hefur jafnframt tryggt að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði sem sett voru um upplýsingaskyldu gagnvart matvælafyrirtækjum.Matvælastofnun lagði einnig til við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að hlutast yrði til um að Ölgerðin, sem flutti inn saltið og dreifði til matvælafyrirtækja, kæmi með almennar upplýsingar um málið þannig að það yrði gert opinbert. Þessu hafnaði fyrirtækið. Í framhaldi af því birti Matvælastofnun frétt á vefsíðu sinni þar sem koma fram nánari upplýsingar um það salt sem hér var í notkun. Stofnunin harmar hins vegar að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skuli í framhaldi af þessu koma með harða gagnrýni á störf Matvælastofnunar í fjölmiðlum og þá sérstaklega í ljósi þess að engin athugasemd hefur verið gerð við sölu vörunnar til margra ára frá dreifingarfyrirtæki sem er undir þeirra eftirliti, fyrr en Matvælastofnun tók málið upp.Matvælastofnun telur að mál þetta gefi tilefni til að skipuleggja sameiginlegt eftirlitsverkefni þar sem stofnunin og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga kanna efnanotkun matvælafyrirtækja og aðra þætti innra eftirlits sem þeim ber að starfrækja til að tryggja örugg matvæli fyrir neytendur.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29