Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar 5. ágúst 2011 07:00 Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun