"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ 1. janúar 2011 12:55 Björk Guðmundsdóttir Mynd/Stefán Karlsson Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér. Björk Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér.
Björk Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira