Tottenham tapaði á heimavelli - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2011 14:06 Stuðningsmenn PAOK fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3 Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3
Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira