Ferli Gattuso lauk næstum vegna augnskaða - sá ferfalt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2011 13:30 Gattuso á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“ Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“
Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira