Formúla 1

Sebastian Vettel heimsmeistari

Heimsmeistarinn ungi Sebastian Vettel hefur hér á loft bikarinn fyrir þriðja sætið í kappakstrinum í morgun.
Heimsmeistarinn ungi Sebastian Vettel hefur hér á loft bikarinn fyrir þriðja sætið í kappakstrinum í morgun. Mynd/AFP
Sebastian Vettel tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1 annað árið í röð. Vettel verður þar með yngsti tvöfaldi heimsmeistari frá upphafi formúlunnar, en hann er aðeins 24 ára og 98 daga gamall.

Titilinn tryggði hann sér í nótt á japönsku kappakstursbrautinni í Suzuka.  Þar endaði Vettel þriðji, á eftir Jenson Button og Fernando Alonso. Það dugði honum þó til þess að tryggja sér titilinn.

Félagi Vettels, Mark Webber, endaði fjórði í morgun.  Þeir aka fyrir lið Red Bull-Renault, og með stigunum í morgun virðist liðið vera að tryggja sér titil bílasmiða annað árið í röð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×