Enski boltinn

Arsenal staðfestir að Fabregas sé á leið til Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Draumur Fabregas um að spila með uppeldisfélaginu virðist ætla að verða að veruleika.
Draumur Fabregas um að spila með uppeldisfélaginu virðist ætla að verða að veruleika. Nordic Photos/AFP
Cesc Fabregas er á leið til Evrópumeistara Barcelona. Tilkynning þess efnis birtist á heimasíðu Arsenal fyrir stundu. Þar kemur fram að samkomulag hafi náðst í öllum meginatriðum.

Fabregas kom til Arsenal frá Barcelona aðeins 16 ára gamall árið 2003. Hann hefur verið lykilmaður í liði Arsenal og fyrirliði þess undanfarin ár. Hann er bæði yngsti leikmaður Arsenal sem hefur spilað fyrir aðalliðið og skorað fyrir aðalliðið.

Það er óhætt að segja að tíðindin komi ekki á óvart. Orðrómur hefur verið í gangi um vistaskipti Fabregas á heimaslóðir í allt sumar líkt og var raunin sumarið 2010. Nú er loks bundinn endir á söguna endalausu.

Fabregas á eftir að standast læknisskoðun hjá Barcelona og semja um kaup og kjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×