Innlent

Sér fram á fleiri ígræðslur á mann­gerðum líf­færum

Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Magnús Karl Magnússon, prófessor.

Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Eritreumaðurinn Ande-mariam Beyene, 36 ára gamall jarðeðlisfræðinemi, gekkst undir aðgerðina á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en hann átti orðið erfitt með öndun vegna æxlis í öndunarvegi. Magnús Karl Magnússon, prófessor, segir aðgerðina mjög áhugaverða þar sem stofnfrumur hafi verið notaðar á algjörlega nýjan hátt.

Vísindamönnum tókst að skapa nákvæma glereftirlíkingu af barka Bayenes þannig að líffæragjafi var óþarfur. Litlar líkur eru taldar á að líkami hans hafni nýja barkanum.

Magnús telur líklegt að hægt verði að græða önnur líffæri í menn með sömu tækni, en vísindamenn eru farnir að blanda saman verkfræði og frumulíffræðinni í æ meiri mæli í því skyni að líkja eftir stoðgrind mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×