Vettel hóf titilvörnina með sigri 27. mars 2011 09:35 Sebastian Vettell náði strax forystu í mótinu í Melbourne og lét hana ekki af hendi í lokin. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira