Erlent

Hyggst endurgreiða aðstoð

Bandaríski fjármálarisinn AIG hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjastjórn um að fyrirtækið endurgreiði það fé, sem ríkið veitti í aðstoð til að forða fyrirtækinu frá falli í kreppunni fyrir tveimur árum.

Upphæðin nam 180 milljörðum dala, en í staðinn fékk ríkið 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu, sem er eitt þeirra sem verst fór út úr kreppunni.

Ríkið fær nú 92 prósenta eignarhlut, en í staðinn verða gefin út hlutabréf í fyrirtækinu sem verða seld smám saman upp í skuldina.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×