Körfubolti

NBA: Orlando vann upp sextán stiga forskot Boston

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rashard Lewis fagnar hér sigurkörfu sinni í nótt.
Rashard Lewis fagnar hér sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/AP

Orlando Magic vann 96-94 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt og Phoenix Suns endaði slæmt gengi sitt með því að vinna góðan sigur á Dallas Mavericks. Bæði lið unnu sig til baka inn í leikina eftir að hafa lent undir.

Rashard Lewis skoraði sigurkörfu Orlando Magic 1,3 sekúndum fyrir leikslok og Rasheed Wallace klikkaði síðan fyrir utan þriggja stiga línuna í lokaskoti leiksins. Boston komst mest 16 stigum yfir en Orlando kom til baka.

Rashard Lewis var með 23 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 11 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ray Allen var með 20 stig hjá Boston.

Það voru varamenn Phoenix Suns, Goran Dragic, Jared Dudley og Louis Amundson sem gerðu útslagið þegar liðið vann sig inn í leikinn á móti Dallas Mavericks í lokaleikhlutanum. Þeir félagar skoruðu samanlagt 14 stig í fjórða leikhlutanum og hjálpuðu Phoenix við að vinna leikinn 112-106.

Amare Stoudemire skoraði 22 stig en spilaði ekkert í lokaleikhlutanum. Steve Nash var með 19 stig og 11 stoðsendingar en Jason Terry skoraði mest fyrir Dallas eða 19 stig. Dirk Nowitzki skoraði 17 stig en hann lék sinn 884. leik fyrir Dallas og sló með því leikjamet Brad Davis.

Chris Bosh var með 27 stig og 15 fráköst í 106-104 sigri Toronto Raptors á New York Knicks. Hedo Turkoglu átti einnig mjög góðan leik og var með 26 stig og 11 fráköst.

Jarrett Jack tryggði Toronto sigurinn á báðum endum vallarins, fyrst með því að setja niður tvö víti og svo með að fiska ruðning í síðustu sókn New York. David Lee var með 29 stig og 18 fráköst hjá New York.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×