Ferrari stjórinn biður menn að halda ró og einbeitingu 25. október 2010 15:30 Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira