Erlent

Vill varanlegt vopnahlé

ETA Grímuklæddir meðlimir ETA-samtakanna er þeir lýstu yfir vopnahléi á dögunum. Fréttablaðið/AP
ETA Grímuklæddir meðlimir ETA-samtakanna er þeir lýstu yfir vopnahléi á dögunum. Fréttablaðið/AP

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, er sögð vilja lýsa yfir varanlegu vopnahléi þar sem erlendir vopnaeftirlitsaðilar myndu koma við sögu.

Hreyfingin hefur ekki greint frá því hvort eftirlitsaðilarnir fái að fylgjast með hugsanlegri eyðileggingu vopnabúrs þeirra. ETA hefur engu að síður gefið það í skyn að hreyfingin sé tilbúin að ganga lengra en að lýsa eingöngu yfir vopnahléi.

Fyrir þremur vikum lýsti ETA yfir sínu ellefta vopnahléi á síðustu fjörutíu árum. Orðið „varanlegt“ bar þá aldrei á góma auk þess sem samtökin ræddu ekki möguleikann á að vopnabúri þeirra yrði eytt. -fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×