Viðskipti innlent

ESB undir þrýstingi að refsa Íslandi vegna makrílveiðanna

Mikill þrýstingur er nú á stjórn Evrópusambandsins um að beita Íslendinga og Færeyingar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þessara þjóða.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Fishupdate en þar segir að Íslendingar og Færeyingar horfi nú fram á vaxandi kröfur af hendi þeirra útgerðarsamtaka í norðanverðri Evrópu sem byggi afkomu sína á makrílveiðum um að þjóðirnar verði beittar refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum.

Það sem einkum fer fyrir brjóstið á evrópsku útgerðarmönnunum er að Íslendingar hafa úthlutað sjálfum sér 135 þúsund tonnum af makrílkvóta og Færeyingar hafa ákveðið 85 þúsund tonna kvóta án alls samráðs við aðrar þjóðir sem veiða þennan fisk.

Haft er eftir Gerard van Balsfoort formanni stýrihóps um uppsjávarveiðar í norðanverðri Evrópu að Evrópusambandið verði að verja útgerðirnar fyrir villimannslegri hegðun Íslendinga og Færeyinga í makrílveiðum sínum.

Norðmenn hafa nú blandað sér í umræðuna en sjávarútvegsráðherra Noregs sagði um helgina að makrílkvótaákvarðanir Íslendinga og Færeyinga væru óábyrgar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×