Erlent

Kreppunni er ekki lokið

barack obama
barack obama

Sjötíu og fjögur prósent Bandaríkjamanna telja að kreppan sé enn við lýði í landinu samkvæmt nýrri skoðana-könnun á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN.

Einn þriðji svarenda telur að kreppan sé alvarleg á meðan 29 prósent segja hana miðlungs slæma. Góðu tíðindin í könnuninni eru þau að þrettán prósent færri telja að kreppa sé í Bandaríkjunum en í sambærilegri könnun í ágúst.

Stutt er síðan sjálfstæð samtök bandarískra hagfræðinga lýstu því yfir að kreppunni hefði tæknilega séð lokið í júní í fyrra. Almenningur virðist ekki vera á sama máli. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×