Erlent

Aukin aðstoð til Pakistans

Ríki heims hafa loks tekið við sér og gefið fé til neyðarhjálpar vegna flóðanna í Pakistan, þremur vikum eftir að hörmungarnar hófust.

Bandaríkin, Þýskaland og Sádi-Arabía hafa til dæmis lofað meiri aðstoð og Japanar segjast ætla að senda þyrlur á vettvang til að dreifa matvælum, vatni og lyfjum.

Flóðin hafa raskað lífi 20 milljóna manna og valdið tjóni á um fimmtungi alls landsvæðis Pakistans.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×