Úlfar Hauksson: Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson skrifar 12. apríl 2010 06:00 Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun