Körfubolti

NBA: Orlando Magic vann sinn sjöunda leik í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var rólegt kvöld fyrir þá Dwight Howard og Rashard Lewis.
Það var rólegt kvöld fyrir þá Dwight Howard og Rashard Lewis. Mynd/AP
Orlando Magic er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í nótt þegar liðið vann öruggan 111-82 sigur á meiðslahrjáðu liði Chicago Bulls.

Vince Carter skoraði 23 stig fyrir Orlando, Matt Barnes var með 14 stig og Brandon Bass skoraði 13 stig. Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago, meiddist strax í fyrsta leikhluta og lék ekki meira með liðinu. Taj Gibson og Hakim Warrick skoruðu 12 stig í sjötta tapi Bulls í röð.

Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Atlanta Hawks sem vann 105-99 sigur á Washington Wizards.

Joe Johnson og Al Horford voru báðir með 18 stig fyrir Atlanta en Andray Blatche var atkvæðamestur hjá Wizards með 30 stig og 10 fráköst.

Brandon Roy skoraði 41 stig fyrir Porland Trail Blazers sem vann 110-105 sigur á Golden State Warriors á útivelli. Andre Miller var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Portland sem kom til baka eftir að hafa verið 13 stigum undir í fjórða leikhluta. Corey Maggette skoraði 24 stig fyrir Golden State.

Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Washington Wizards-Atlanta Hawks 99-105

Orlando Magic-Chicago Bulls 111-82

Golden State Warriors-Portland Trail Blazers 105-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×