Körfubolti

Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Bosh er mjög sterkur leikmaður.
Chris Bosh er mjög sterkur leikmaður. Mynd/AP

Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto.

Það þykir nú líklegt að Toronto reyni að skipta Bosh áður en skiptaglugganum lokar 18. febrúar til þess að fá eitthvað fyrir besta leikmann liðsins. New York Post hefur skrifað um möguleg skipti við NBA-meistarana í Los Angeles Lakers.

Lakers-liðið fengi þá Bosh út tímabilið á sama tíma og sendu Andrew Bynum í staðinn til Toronto. Bynum er einn efnilegasti miðherji deildarinnar en hann er 22 ára og á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum.

Chris Bosh hefur leikið frábærlega með Toronto í vetur en hann er með 23,9 stig, 11,3 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og er að spila 35,4 mínútur í leik. Bynun er með 16,1 stig, 8,3 fráköst og 1,3 stoðsendingar í leik og er að spila 31,8 mínútur í leik.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×