Erlent

Staðfesta leynileg fangelsi CIA

Ramzi Binalshibh
Ramzi Binalshibh

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur í fórum sínum upptökur af yfirheyrslum yfir Ramzi Binalshibh, sem fóru fram í leynilegu fangelsi á vegum Bandaríkjamanna í Marokkó árið 2002.

Upptökurnar eru sagðar hafa fundist undir skrifborði í húsakynnum CIA í Washington-borg.

Binalshibh er einn þeirra sem grunaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin haustið 2001.

Tvær myndbandsupptökur og ein hljóðupptaka eru sagðar gefa góða innsýn í hvernig önnur ríki veittu Bandaríkjunum aðstoð við að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsi með leynd.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×