Fótbolti

Hodgson vongóður um að Zamora nái úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobby Zamora í leiknum í gær.
Bobby Zamora í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP

Roy Hogdson, stjóri Fulham, er vongóður um að Bobby Zamora nái úrslitaleiknum gegn Atletico Madrid í Evrópudeildinni en hann hefur verið tæpur vegna meiðsla.

Úrslitaleikurinn fer fram í Hamborg en Fulham sló einmitt Hamburg úr leik í undanúrslitum keppninnar í gær eftir dramatískan 2-1 sigur á heimavelli sínum í gær.

Zamora var tæpur fyrir leikinn en var engu að síður í byrjunarliðinu. Hann haltraði svo af velli á 58. mínútu.

„Hann fékk sprautu fyrir leikinn og hún virkaði mjög vel. En hann var svo byrjaður að finna fyrir áhrifunum í síðari hálfleik."

„Nú höfum við tvær vikur til að ná honum góðum fyrir úrslitaleikinn. Ef ég hvíli hann í úrvalsdeildinni verður hann kannski klár fyrir Hamborg," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×