Viðskipti innlent

Sigmundur Davíð vel lofaður

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á um 1,3 milljarða króna í hreina eign, sem sé eignir umfram skuldir, samkvæmt útreikingum fréttastofu sem byggja á auðlegðarskatti sem hún greiddi. Sigmundur Davíð greiddi ekki auðlegðarskatt. Þau eru ógift.

Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, stofnanda Toyota-umboðsins en hann seldi fyrirtækið árið 2005 til Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum.

Fjölskyldur greiddu auðlegðarskatt og skilaði hann um 3,8 milljörðum í ríkiskassann, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn.

Auðlegðarkatturinn er 1,25% eignaskattur sem lagður er á eignir einhleypra sem áttu meira en 90 milljónir króna í hreinar eignir og hjón eða sambúðarfólk sem áttu meira en 120 milljónir króna.

Viðskiptablaðið valdi 25 einstaklinga sem blaðinu þótti athygliverðir í þessu samhengi. Þar kemur fram að faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur Sigmundsson, eigi um 370 milljónir króna í hreina eign.

Ekki náðist í Önnu Sigurlaugu við vinnslu fréttarinnar og sagðist Sigmundur Davíð ekki vilja tjá sig um fjármál annarra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×