Fótbolti

Evrópudeildin: Juventus vann Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Juventus og Fulham.
Úr leik Juventus og Fulham.

Juventus vann 3-1 sigur á Fulham í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikið var á Ítalíu í kvöld.

Heimamenn voru mun sterkari í leiknum og sáu þeir Nicola Legrottaglie, David Trezeguet og Jonathan Zebina um markaskorun. Dickson Etuhu skoraði mark Fulham.

Hörkuleikur var á Spáni þar sem Valencia tók á móti Werder Bremen. Torsten Frings kom gestunum yfir úr víti og hagur þeirra vænkaðist enn frekar á 56. mínútu þegar Ever Banega fékk að líta rauða spjaldið. Einum færri náði Valencia að jafna í 1-1 með marki Juan Manuel Mata og urðu það úrslit leiksins.

Síðari leikirnir verða að viku liðinni en hér má sjá úrslit kvöldsins í þeim leikjum sem kláruðust um tíuleytið:

Benfica - Marseille 1-1

Juventus - Fulham 3-1

Panathinaikos - Standard Liege 1-3

Valencia - Werder Bremen 1-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×