Meistarastjórinn segir bann við liðsskipunum óraunhæft 28. júlí 2010 10:16 Ross Brawn ásamt Nico Rosberg og Michael Schumacher. Mynd: Getty Images Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira