Innlent

Eldgosið stærsta mál dagsins á Google

Eldgosið hefur áhrif á líf fólks út um allan heim og fer það beint á Netið að sækja sér upplýsingar.
Eldgosið hefur áhrif á líf fólks út um allan heim og fer það beint á Netið að sækja sér upplýsingar. Mynd/ Veðurstofa Bretlands.
Eins og gefur að skilja hefur Netið bókstaflega logað í allan dag með fréttum af eldgosinu og afleiðingum þess.

Angar þess teygja sig víða og hvert sem farið er er eldgosið helsta umræðuefnið. Ofurtölvur Google eru helsta tækið sem getur haldið utan um upplýsingamagnið og samkvæmt þeim er eldgosið stærsta mál dagsins.

Þetta er hægt að sjá með því að fara inn í Trends-hluta Google-leitarvélarinnar. Þar er liður sem heitir Hot Topics. Hann skannar alla vefmiðla heimsins, blogg, samskiptavefi og fleira. Á toppnum er "volcano in Iceland".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×