Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld 12. september 2010 18:30 Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37
Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14