Innlent

Engin nekt eftir tólf

SB skrifar
Ásgeir Þór Davíðsson í góðra vina hópi.
Ásgeir Þór Davíðsson í góðra vina hópi.

Lög um bann við nektardans taka gildi á miðnætti. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektarstaðarins Goldfinger, segist ætla að fylgja lögunum - eftir klukkan tólf verði stúlkurnar hans sómasamlega klæddar.

„Þær verða bara að smella sér í föðurlandið um miðnætti," segir Ásgeir Þór, eða Geiri í Goldfinger líkt og hann er oft kallaður. Ásgeir segist taka nýju lögunum með jafnaðargeði, þær geti jafnvel haft góð áhrif á starfsemina.

„Það getur til dæmis virkað hvetjandi á stúlkur að koma inn á staðinn til að vinna þegar þær vita að það er ekki full nekt í gangi," segir Ásgeir. Spurður hvort það sé ekki oft mest æsandi það sem ekki sést hlær Ásgeir og vitnar í söguna um Adam og Evu sem huldu nekt sína með laufblaði.

„Ætli ég hlaupi ekki upp á svið um tólf leytið með laufblað handa dansaranum," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×