Erlent

Eldsneyti framleitt úr áfengi

Skyldi einhver hafa prófað að setja viskí á bensíntankinn? Vísindamenn við Napier-háskólann í Edinburgh hafa prófað það, að eigin sögn með góðum árangri.

Þeir hafa framleitt svonefnt bútanól-eldsneyti úr dreggjum og úrgangi frá eimingu skosks viskís. Eldsneytið segja þeir nothæft í venjulegar bifreiðar, með óbreyttum vélum.

Kosturinn við þetta er ekki síst að eldsneytið er framleitt úr úrgangi annarrar framleiðslu. Því þarf ekki að rækta sérstaklega jurtir til framleiðslunnar.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×