Tilboð Magma dugar ekki VG Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:32 Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Skroll-Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Skroll-Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira