Erlent

Vilja ekki léttvægar færslur

Vinátta Fólk tekur því misvel þegar vinskap er slitið á Facebook, og skipta ástæður slitanna fólk oft miklu máli.
Fréttablaðið/GVA
Vinátta Fólk tekur því misvel þegar vinskap er slitið á Facebook, og skipta ástæður slitanna fólk oft miklu máli. Fréttablaðið/GVA

Algengast er að vinskap á Facebook-samskiptavefnum sé slitið vegna þess að annar aðilinn setur inn ítrekaðar færslur sem hinum þykja ómerkilegar, færslur um stjórnmál eða um trúmál. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinslitum á þessum vinsæla samskiptavef.

Báðir aðilar geta slitið vinskap á Facebook einhliða. Um 57 prósent þeirra sem slitið höfðu rafrænum vinskap með þessum hætti sögðu ástæðuna eitthvað sem hinn aðilinn gerði á netinu. Tæplega 27 prósent báru því við að vinurinn fyrrverandi hefði gert eitthvað í mannheimum sem hefði verið orsök vinslita á veraldarvefnum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×