Erlent

Elísabet verði síðasta drottning Ástrala

Elísabet í Ástralíu Kom þangað síðast 2006.nordicphotos/AFP
Elísabet í Ástralíu Kom þangað síðast 2006.nordicphotos/AFP

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, vill slíta tengslin við breska konungdæmið þegar Elísabet drottning verður öll.

Gillard er leiðtogi Verkamannaflokksins, sem lengi hefur verið þeirrar skoðunar að Ástralía eigi að gerast lýðveldi og losa sig við öll tengsl við breska konungs­veldið.

Tony Abbott, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, segist hins vegar ekki sjá neina ástæðu til að breyta því fyrirkomulagi.

Gengið verður til þingkosninga í Ástralíu á laugardaginn kemur. Samkvæmt skoðanakönnunum verður mjótt á mununum milli stóru flokkanna tveggja.

Elísabet drottning er 84 ára og móðir hennar náði 101 árs aldri.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×