Fótbolti

Leikur Ítala og Serba flautaður af eftir 7 mínútur - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Skoski dómarinn Craig Thomson flautaði af leik Ítala og Serba eftir aðeins sjö mínútur í undankeppni EM í gærkvöldi. Ástæðan voru óeirðir á pöllunum á Stadio Luigi Ferraris velinum í Genóa en öfga-stuðningsmenn Serba létu þá öllum illum látum og skutu meðal annars eldflaugum inn á völlinn.

Leiknum var fyrst seinkað um 45 mínútur og það dugði lítið þótt leikmenn Serba hafi farið til stuðningsmanna sinna og beðið um stillingu. Þegar leikurinn hófst fóru serbnesku stuðningsmennirnir síðan að skjóta flugeldum í átt að markverði Ítala, Emiliano Viviano, sem og að flugeldi var skotið inn í stuðningshóp heimamanna.

Sextán manns meiddust í látunum þar af voru tveir lögreglumenn en lögreglan handtók alls 17 manns þar á meðal foringa öfga-sveitar Serba.

Það er líklegt að Ítölum verði dæmdur 3-0 sigur í leiknum og Serbar gætu átt á hættu á vera dæmdir í bann vegna óláta stuðningsmanna sinna.

Ljósmyndarar Getty-myndaveitunnar mynduðu atburðina í gær. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×