Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri 20. september 2010 15:02 Lewis Hamilton vann flóðlýsta mótið í Singapúr í fyrra á McLaren og sést hér á æfingunni fyrir keppnina í rökkrinu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira