Fótbolti

Leikið í Evrópudeildinni á fimmtudag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard þurfa væntanlega fara til Spánar með rútu.
Steven Gerrard þurfa væntanlega fara til Spánar með rútu. Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið það út að báðir leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar munu fara fram á fimmtudaginn eins og áætlað var.

Eins og kunnugt er hefur flug legið niðri víða í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og tilheyrandi öskudreifingar víða um álfuna.

Liverpool þarf að komast til Spánar þar sem liðið mætir Atletico Madríd og þá mætir Fulham liði Hamborgar í Þýskalandi.

Ef ensku liðin geta ekki stólað á flugsamgöngur til að komast á leiðarenda þurfa þau væntanlega að komast leiða sinna með rútu, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.






Tengdar fréttir

Leggja Liverpool-menn af stað í rútu strax eftir West Ham leikinn?

Það eru fleiri lið sem þurfa að leggja í rútuferðir vegna öskufallsins úr eldgosinu úr Eyjafjallajökli heldur en Meistaradeildarliðin Barcelona og Lyon. Leikmanna Liverpool gætu þurft að fara í langlengstu rútuferðina af öllum liðum sem eru eftir í Evrópukeppnum. Þeir þurfa að komast til Madridar á Spáni þar sem liðið spilar við heimamenn í Atletico í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×