Erlent

Lítið vitað um sprengjumann

Sprengjumaðurinn
Sprengjumaðurinn

Danska lögreglan og Evrópulögreglan EUROPOL auglýstu í gær eftir upplýsingum um sprengjumanninn, sem særðist lítillega þegar sprengja sprakk á hótelsalerni í Kaupmannahöfn á föstudaginn var.

Myndir voru birtar af manninum, hann sagður um þrítugt af suður- eða austur-evrópskum uppruna. Ekki þykir ljóst hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Mögulegt þykir að hann sé útsendari erlendrar leyniþjónustu.

Hann hefur gert sér far um að fela uppruna sinn og meðal annars fengið til lestrar trúarrit kristinna manna, múslima og gyðinga. Hann talar frönsku mjög vel, en ensku með frönskum hreim og ágæta þýsku.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×