Fótbolti

Henry sættir sig við bekkjarsetu á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. GettyImages
Thierry Henry virðist vera sáttur við að vera notaður sem varaskeifa á HM í Suður-Afríku. Hann kom af bekknum í 1-1 jafntefli við Túnis og er orðið "super-sub" notað yfir hann, eða "ofur-varamaður." Eins og knattspyrnu-unnendur þekkja er það notað yfir menn sem eru ansi líklegir til að breyta leikjum, þrátt fyrir að þeir byrji á bekknum. Henry hefur skoraði 51 mark fyrir franska landsliðið en hefur átt erfitt tímabil hjá Barcelona. Hann er samt sem áður í franska landsliðinu. "Ég spjallaði við þjálfarann, hann sagði mér að ég myndi ekki byrja leikinn gegn Túnis. Eins og ég hef alltaf sagt, þá er liðið það mikilvægasta. Enginn er stærri en liðið, við erum í þessu saman," sagði Henry sem segist sætta sig við það sem þjálfarinn ákveður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×